Stefnuskrár flokkana: Umhverfismálin - skipta þau flokkana máli ? 2. hluti - S og B

Þá held ég áfram að kynna mér og mynda mér skoðun á umhverfisstefnum flokkana byggt á því hvernig þær eru framreiddar á vefsíðum þeirra. 

3. Samfylkingin Umhverfismálastefna Samfylkingarinnar ber nafnið Fagra Ísland og er framreidd í fallegu skjali en einnig á skjali sem er sagt vera ítarlegra þó mér sýnist í fljótu bragði vera lítill munur þar á. 

Samfylkingin vill: -        

 Tryggja rétt náttúruverndar í skipulagi og við landnýtingu”. Gera rammaáætlun um náttúruvernd. Tryggja fjármagn til rannsókna á náttúrufari. Fresta frekari stóriðjuframkvæmdum þangað til heildarsýn um verðmæti náttúruauðlinda liggur fyrir. Að færa heimild til að veita virkjanaleyfi frá iðnaðarráðherra til Alþingis á meðan. Jafnframt skal líta á náttúruvernd sem eina gerð nýtingar og að nýtingin skuli vera sjálfbær. Við gerð rammaáætlunar verði svæðum skipt í þrennt eftir verndunar og/eða nýtingarstöðlum. Víðernin skulu hljóta sinn sess. Styrkja þarf lagastoð náttúruverndar. àinnskot: Í fljótu bragði er þessi stefna lík þeirri sem VG hefur. Lögð er áhersla á mikilvægi rammaáætlunar og að hlé verði gert á stóriðju þar til hún er tilbúin. Samfylkingin gengur aðeins lengra með hugmyndir sínar um flokkun landsvæða. Það held ég að sé ágætis hugmynd en þá þarf að vera á hreinu alla þætti sem meta skal. Hvort iðnaðarráðherra eigi að missa vald sitt veit ég ekki en mér finnst að umhverfisráðherra ætti að hafa vald einnig um framkvæmdir sem valda umhverfissjöllum. Mjög góður punktur er að það þurfi að styrkja lagastoð náttúruverndar, hún er eins og staðan er núna mjög slæm og óljós.-       

  ”Tryggja nú þegar verndun ákveðinna svæða”. Stækka Vatnajökulsþjóðgarð, taka inn Langasjó og Jökulsá á Fjöllum. Stækka friðland Þjórsárverja og tryggja friðun fleiri svæða. à innskot: Það er mjög skýrt hvaða svæði Samfylkingin vill friða sem er gott. Ég er þeim sammála um þessi svæði. En listinn er kannski óþarflega tæmandi og einskorðast við svæði sem hugmynd er um að nýta til virkjana. Hvað með önnur svæði t.d. strandsvæði og hafsvæði ?-        

 ”Gera langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.” Þróa aðferðir til að úthluta takmörkuðum mengunarkvótum til stóriðju og kanna kosti þess að taka upp markað með losunarheimildir fyrirtækja. Minnka notkun mengandi eldsneytis í samgöngum með hagrænum hvötum. Efla vetnis og metangasrannsóknir. Efla fræðu til almennings og efla þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi. Efla rannsóknir á djúpborun. à Í það heila er Samfylkingin með ágætlega framsýna og umhverfisvæna sýn á loftslagsmálin. Hugmyndirnar um minnkaða losun í samgöngum virðist eiga upp á pallborðið hjá flestum flokkum sem er gott. Samfylkingin tekur stóriðjuna með sem er lykilatriði að mínu mati og sjávarútveginn einnig. Tekur þar dæmi um hugmyndir sem gefast vel. Mikilvægi fræðslu til almennings kemur hér fram líkt og hjá V og D, vonandi verður meira gert í þeim efnum því mikið er um ranghugmyndir.-        

”Auka áhrif almennings og réttarstöðu í umfjöllun um umhverfismál”. Lagabreytingar í þá átt að almenningur og félagasamtök hafi lögvarða hagsmuni á sviði umhverfisréttar (Samþykkja Árósarsamninginn). Aukið fjármagn til félagasamtaka á umhverfissviði. Að taka upp ráðgefandi eða bindandi atkvæðagreiðslur um ýmsa kosti á umhverfismálum. àinnskot: Þetta eru áhugaverðar pælingar um lagastöðu almennings sem ég viðurkenni að hafa ekki mikið vit á. En því meira sem almenningur hefur að segja því meiri líkur eru á að almenningur kynni sér hlutina og aukin þekking um umhverfismál leiðir til aukinna aðgerða meðal einstaklinga sem samfélaga þannig að ef það er ekki stjórnsýslulega of vafasamt þá er ég meðfylgjandi aukinni þátttöku almennings við ákvarðanatöku. 

Þetta er boðskapur meginskjalsins en á aukaskjalinu má finna viðbætur um m.a. aukið vægi umhverfismála í skólum, aukna endurvinnslu úrgangs og auknar rannsóknir á því sviði, endurheimt landgæða með landgræðslu og skógrækt, efla fræðslu til fyrirtækja um umhverfisstjórnun og grænt bókhald og fræða almenning um umhverfismerkingar á vörum. 

Umhverfisstefna Samfylkingarinnar er því ágætlega skýr og aðgengileg en einskorðast þó að mestu við nokkra þætti og þá helst hitamálin (nýting auðlinda, virkjanir, þjóðgarðar og loftslagsbreytingar). Þó hugmyndir Samfylkingarinnar í þeim efnum séu mér að mestu að skapi mætti stefnan í heild vera heilsteyptari og mörg málefnin koma ekki fram eða er einungis sinnt líttilega. 

4. Framsóknarflokkurinn 

Það var erfitt að finna umhverfisstefnu Framsóknarflokksins á einum stað á vefsíðu þeirra en hægt er að sjá helstu og nýjustu áherslurnar í skjalinu þar sem ályktanir landsfundsins síðasta eru tíundaðar. Þar stendur meðal annars:

 -” Ályktun um náttúruauðlindir landsins’. Að nýta skuli náttúruauðlindirnar af varúð og virðingu og tryggja öllum landsmönnum arðinn og að Ísland verði sjálfbært í orkunýtingu. Efla skuli þekkingu á náttúruauðlindum og tryggja stöðu auðlinda í þjóðareigu. Stuðla skuli að betri nýtingu auðlinda. Auka skuli fjármagn til grunnrannsókna. Að stofnaður skuli Auðlindasjóður þar sem greiðslur af afnotum auðlinda renni í ríkissjóð. Athuga skuli möguleika í djúpborunum. Stuðla skal að umhverfisvænum orkugjöfum við notkun farartækja. à innskot: Þetta er frekar stutt allt saman og spennandi væri að sjá nákvæmari ályktun. Gott er að sjá orð eins og varúð og virðingu en setning eins og ”Stuðla skuli að betri nýtingu auðlinda” segir manni ekki neitt. Er átt við meiri nýtingu eða skynsamlegri ? Væntanlega skynsamlegri en þetta þarf að orða nákvæmar. Ekkert er minnst á umhverfisvernd hér sem ákveðna auðlind og sakna ég þess. Farartæki með umhverfisvæna orkjugjafa koma hér aftur fram og vissulega hefur Framsóknarflokkurinn stutt brautryðjendastarf þar. Spennandi væri að vita hvernig málin ganga þar eða hvort allt sé búið í bili t.d. með vetnið ?

 -”Ályktun um sjávarútveg”. Þar er meðal annars minnst á að stórefla skuli rannsóknir á lífríki sjávar og að tryggja beri nákvæma nýtingu fiskistofna sem og minnka gróðurhúsalofttegundalosun fiskiflotans. Einnig vilja þeir efla rannsóknir á áhrif veiðarfæra á lífríki hafsins. à innskot: Í fljótu bragði líst mér ágætlega á þetta en allt frekar stutt aftur. 

-”Ályktun um landbúnaðarmál”. Ræktun og nýting landsins gæða sé sjálfbær. Verjast skal búfjársjúkdómum og auka rannsóknir og efla nám í landbúnaði. à Innskot. Gott og vel en hér sakna ég vistvænnar framleiðslu, aðbúnaðar búfénaðar (sérstaklega í lokuðu rými) og beitarstjórnun.

 -”Ályktun um loftslagsmál”. Ekki verður farið fram úr þeim losunarkvóta sem þjóðinni var úthlutaður með Kyoto bókuninni nema að fyrirtæki komi sjálf með losunarkvóta á móti. Draga skal út útblástursmengun bílaflotans um 50% á 10 árum. Að vinna markvisst að því að skipta yfir í vistvænt eldsneyti. Losunarheimildir gangi inn í Auðlindasjóð. Stórauka bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. à innskot: Þessi viðbótarlosuanrkvóti fyrirtækja er afar vafasamur að mínu mati og leiðinleg aðferð við að réttlæta aukna losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis. Hugmyndirnar um vistvæna orku í bílaflotanum og mikinn samdrátt útblástursmengunar eru metnaðarfullar og er það gott að sjá. Spurning hvort 10 ár er ekki svolítið stuttur tími samt miðað við að bílaflotinn fer hratt vaxandi hérlendis. Auðlindasjóður er áhugaverð hugmynd sem ég þarf að kynna mér betur áður en ég mynda mér skoðun á því. Ef vel er staðið að honum gæti hann gengið upp að vissu marki. Ég hef áður minnst á varnagla við of mikla skógrækt. Binding kolefnis er heldur ekki afsökun fyrir aukinni losun með stóriðju. En vissulega er landgræðsla nauðsynleg þar sem gróður hefur horfið vegna ofbeitar og uppfoks. 

-”Ályktun um mengun hafsins”. Ísland skuli halda uppi öflugum þrýstingi á alþjóðlegum vettvangi til að draga úr geislamengun sjávar og að barist verði gegn mengun þrávirkra efna. Að búsvæði hafsbotnsins verði kortlögð og rannsökuð. à Innskot: Gott. Hér hefur gott starf verið unnið í gegnum tíðina. 

-”Ályktun um náttúruvernd.”. ’Nauðsynlegt er að halda áfram á braut skipulegrar náttúruverndar og taka heildstætt á öllu landinu, með náttúruverndaráætlun. Gerð verði grein fyrir þeim svæðum sem þegar eru vernduð og þau komi inn í mat á verndargildi þeirra svæðasem næst verða tekin fyrir.’ Gerð verði áætlun um verndun og nýtingu allra dýrategunda landsins á grundvelli heildarrannsókna á lífríkinu. Haldið verði áfram að byggja myndarlega upp þjóðgarða og önnur friðlýst svæði, sérstaklega á miðhálendi landsins. Skýrar reglur verði settar um utanvegaakstur og viðurlög. Flýta kortlagningu og söfnun upplýsinga sem til eru um náttúru Íslands. Fara skipulega í greiningu og rannsóknir á vistkerfum, búsvæðum og stofni allra tegunda í flóru og fánu landsins sem skapar nýjan grunn að öllu náttúruverndarstarfi í landinu.Farið verði skipulega yfir náttúruvætti landsins, þau skrásett og verndargildi þeirra metið áfaglegan hátt í samstarfi við heimamenn á hverjum stað.Vatnajökulsþjóðgarður verði að veruleika fyrir lok kjörtímabilsins og nái einnig yfir svæðinnorðan Vatnajökuls. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að Jökulsá á Fjöllum verðifriðuð frá upptökum til sjávar. à Innskot: Þetta er allt gott og blessað en ekki mjög róttækt að mínu mati. Einungis er minnst á Jökulsá á Fjöllum sem hugsanlegt svæði sem á að vernda. Ekki er gefið til kynna að vernda eigi mörg svæði til viðbótar, í mesta lagi byggja upp og styðja þau svæði sem þegar eru vernd. Þetta er of mild umhverfisstefna að mínu mati og ef halda á áfram á sömu braut eins og sagt er þá mun tæplega mikið gerast því umhverfismálin hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn hjá Framsóknarflokknum síðustu misseri. Gott er þó að sjá þá minnast á utanvegaakstur, það er vandamál sem margir gleyma og er mjög alvarlegt. Setningin 'gerð verði áætlun um verndun og nýtingu allra dýrategunda landsins ‘ er frekar fyndin frá sjónarhorni líffræðingsins. Hvað með plöntur og sveppi. Og hvað með jarðmyndanir, landslag og víðerni ?  

Einnig er rætt um í ályktun landþingsins að efla þurfi endurnýtingu sem er gott og síðan er sérstök ályktun um minka- og refaveiðar. Þar er takmarkið að útrýma minkinum. Minkurinn er auðvitað aðskotadýr hér á landi en hefur þó verið hér í nokkurn tíma en hefur fest sig vel í sessi. Vissulega veldur hann usla á t.d. fuglalífi en spurning er hvort alger útrýming sé æskileg þó vissulega megi halda stofninum í skefjum. Minkadráp er litið mjög jákvæðum augum hérlendis og folk óbeint hvatt til að drepa minka. Það tel ég geta leitt til virðingarleysis gagnvart lifandi dýrum því þótt minkurinn sé talinn vera meindýr þá á hann ekki skilið kvalir eða slæma meðferð. Þess vegna er mikilvægt að meindýravarnir séu framkvæmdar á mannúðlegan hátt og einungis af sérstökum aðilum. 

En varðandi umhverfisstefnu Framsóknarflokksins þá er hún ekki sérlega heildstæð og mætti taka hana betur saman undir einn hatt. Þótt dreypt sé á nokkuð mörguma triðum og þótt margar áherslurnar þar séu ágætar og áhugaverðar þá er stefnan að mínu mati frekar dauf og lítt framsækin. Ég sakna þátta eins og sjálfbær þróun, líffræðilegur fjölbreytileiki, vistvæn framleiðsla og aðferðafræði o.fl. Það virðist því vera  sem hagsmunir umhverfisins eigi sér ekki mjög sterka málsvara hjá Framsóknarflokknum. Ég sakna heildbærrar hugmyndastefnu þar sem markmiðin og lausnirnar haldast í hendur og virkilega stefnt er að því að hlúa að nátturu Íslands. 

Jæja nenni ekki meiru í bili en lofa að koma með F og Í síðar. Kannski ekki fyrr en á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband