4.5.2007 | 10:38
Umhverfismálin týnd og tröllum gefin
Það virðist sem svo á niðurstöðum kannana auk umræðunnar undanfarið að umhverfismálin virðast hafa dottið út af borðinu sem lykilkosningamál. Það þykir mér mjög miður. Það er skiljanlegt að fólk hafi fengið leið á virkjana- og álversumræðum en umhverfismálin snúast um svo ótal margt annað og eins og ég hef bent á í umfjöllun minni um umhverfisstefnur flokkana (ok ég viðurkenni að vera ekki alveg búinn) þá vantar sárlega skýra stefnu í umhverfismálum hjá stjórnarflokkunum. Sem er ekki skrítið því síðustu kjörtímabil hefur lítil sem engin áhersla verið lögð á þennan málaflokk. Það er ekki nógu gott. Umhverfisvæn sjónarmið eiga að vera grundvallaratriði í samfélögum 21. aldar. Sérstaklega svona ríku samfélagi eins og Íslandi þar sem við getum valið um svo marga kosti og höfum það svo gott. Því miður virðist það ekki vera ríkt í íslenskri þjóðarsál að hugsa um þessa hluti. Við erum værukær, of góðu vön og sinnulaus þegar kemur að mikilvægi umhverfismála.
Annars á maður ekki að taka kannanir sem birtast í fjölmiðlum of alvarlega. Úrtakið er oft afar lítið og ef skoðaðar eru t.d. fylgiskannanirnar á landsvísu þá er ekkert að marka tölur úr hverju kjördæmi því það eru kannski bara 100 manns á bak við þær. Enda sveiflast þær tölur mörg prósent milli kannana.
Um bloggið
Snorri Sigurðsson
Tenglar
Góðir tenglar
Ég
Aðrar síður
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1425
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.