Framsóknar - Harakiri

Það á ekki af Framsóknarmönnum að ganga. Fréttatími RÚV var einn alls herjar kinnhestur framan í magurt og tekið andlit Framsóknarflokksins. Fyrst fáránlega tímasett tilfærsla Páls Magnússonar í stjórnarformannsstól Landsvirkjunar og svo þessi megaskandall Jónínu. Og ég sem var farinn að vona að Jónína sýndi sínar góðu hliðar og færi að stækka friðlýst svæði svona rétt fyrir kosningar. En í staðinn kemst spillingin upp á yfirborðið. Verst að Sjálfstæðismenn geta aldrei tímasett svona skandala rétt fyrir kosningar. Þeir skreppa bara í fangelsi á miðju kjörtímabili, gerast listrænir bak við lás og slá og mæta svo fílefldir til leiks með fagnandi mannfjöldann á móti sér.

En ef þetta gerir ekki endanlega út af við Framsóknarflokkinn (og þ.a.l. núverandi ríkisstjórn) þá missir maður trú á íslenskri pólítík fyrir fullt og allt.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í hverju er þessi meinta spilling sem þú ert að saka Jónínu um fólgin?

Ertu að segja að meðlimir allsherjarnefndar, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, séu að ljúga rétt fyrir kosningar? Þeir hafa jú sagt að þeir hafi ekki vitað um þessi tengsl.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Snorri Sigurðsson

Þetta lyktar af greiða undir borðið. Margir þurfa að bíða í mörg ár eftir að fá ríkisborgararétt. Ok ok spilling er kannski svolítið gróft orð. Ég hef alla tíð haft góða trú á Jónínu og haft meiri trú á henni en flestum Framsóknarþingmönnum. En sama hvað hver segir eða segir ekki (það tók nú tíma fyrir meðlimi allsherjarnefndar að ákveða hvað þeir ætluðu að segja) þá mun Framsóknarflokkurinn mjög líklega tapa á þessum fréttum og trúverðugleiki Jónínu er brostinn, því miður. Framsóknarflokkurinn þarf að taka sér frí frá því að stjórna. Það er sennilega það besta sem getur komið fyrir Framsóknarflokkinn, ef hann á að eiga sér einhverja viðreisnar von í framtíðinni. Það er mitt álit. En ég stend við það sem ég segi um Sjálfstæðisflokkinn. Árni Johnsen og hans fylgi er ekki þeim flokki til framdráttar, þótt flestum sem kjósa hann virðist standa á sama. Kannski er smá spilling ekki talin neitt svo slæm hér á landi ? Ég vona að svo sé ekki.

Snorri Sigurðsson, 26.4.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband