Löngu tímabært

Það var skelfilegt að fylgjast með því þegar Norðlingaölduveita var á kortunum fyrir nokkrum árum síðan. Sem betur fer var hætt við. Ef eitthvað svæði á hálendinu á skilið friðun þá eru það Þjórsárver. Þar eru einar stærstu gróðurvinjar á miðhálendinu. Líffræðilegur fjölbreytileiki er hár á íslenskan standard vegna fjölskrúðugs plöntulífs. Þar eru afar mikilvæg varplönd fyrir heiðagæsina sem og aðrar fuglategundir auk einstakra rústamyndana af völdum sífrera sem gera landslagið afar sérstakt. Sökum erfiðs aðgengis bíla og gangandi fólks hafa Þjórsárver fengið að vera að miklu leyti óspjölluð. Slíkir staðir verða æ mikilvægari í komandi framtíð þannig að ég segi bara, plís Jónína komdu nú með eitt útspil fyrir kosningar sem hægt er að gleðjast yfir aldrei þessu vant.


mbl.is Vilja að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1285

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband