Máfamálið

Þetta er svo sannarlega vandamál en eins og Gunnar sagði svo skilmerkilega í fréttinni þá liggur vandinn í þessum ætisskorti og afleiðingin er hegðunarbreyting. Þar sem sílamáfurinn er að miklu leyti tækifærissinni og getur leitað í betri fæðu þá liggur beinast við að fara í borgina þar sem næga fæðu er að hafa.

Sílamáfurinn er farfugl og er því ekki hér á veturna. Þar sem ekki þarf að gefa öndunum á sumrin því þær hafa næga aðra fæðu ætti að hætta brauðgjöfunum alveg amk á meðan svona mikið er af máfnum. Það er þá alltaf hægt að koma á fallegum vetrardegi og gefa öndunum enda þurfa þær mest á því að halda þá þegar kalt er í veðri og minna af annarri fæðu.

Annað sem hægt er að gera er að ganga betur um þeas sinna sorpmálunum betur hvort sem er á víðavangi eða við heimahús. Máfarnir sækja mjög í allar matarleifar og annan úrgang. Ef fólk passar að skilja þær ekki eftir á glámbekk eða henda þeim á jörðina þá finna máfarnir síður fæðu innan borgarmarkana og leita annað. Ein helsta fæðulind sílamáfsins um helgar er t.d. það gríðarlega magn hálfétinna pulsa, hamborgara og hlöllabáta sem liggja á götum miðbæjarins eftir djammnætur. Þá er gósentíð hjá máfunum.

Það er skiljanlegt að fólk tali um útrýmingu enda er sílamáfurinn orðinn hálfgert meindýr þegar fjöldinn er orðinn svona mikill og hefur m.a. slæm áhrif á andarvarpið. Hins vegar er mjög erfitt að eyða máfnum á markvissan hátt. Það má ekki skjóta hann nálægt mannabyggð og þar sem varplendi hans er að miklu leyti í návist mannsins þá er sú aðferð kannski gagnminni en halda mætti. Annað er að varpið er töluvert dreift og á mörgum stöðum hér á Suðvesturhorninu. Varpið á Suðurnesjum er t.a.m. afar stórt. Rætt hefur verið að eitra fyrir máfnum. Það tel ég vera afar slæma hugmynd því að notkun eiturs er ætíð óæskileg því það getur alltaf borist eitthvert annað, í aðrar lífverur, út í umhverfið og jafnvel í menn. Það er áhætta sem við ættum ekki að taka. Enda hefur eiturnotkun að mestu verið hætt þegar svo stór dýr eru drepin hérlendis. Annað er að þótt eitur sé sett í hreiður máfana og ungarnir hugsanlega drepist þar þá er ómögulegt að segja hjar fullorðnu fuglarnir myndu drepast. Þeir gætu drepist hvar sem er og þá lægju dauðir máfar eins og hráviði á ótrúlegustu stöðum. Kettir og hundar gætu komist í hræin og urðið fyrir eitrun auk þess sem því myndi fylgja mikill sóðaskapur.

Nei þetta er stórt vandamál og spurningin er fyrst og fremst: Hversu lengi mun þetta ástand vara ? Hvað mun gerast fyrir sandsílið og aðra mikilvæga fæðu máfsins í sjónum og hvernig getum við komið í veg fyrir að máfurinn sæki svo mjög inn í bæinn ? Svörin eru ekki alltaf þau einföldustu, það þurfum við að hafa í huga.


mbl.is „Það er ekki allt í lagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband