Vonbrigði

Því miður hélt stjórnin. En tæpara gat það ekki verið. Og kaldhæðnast af öllu var að ef Framsókn hefði tekið nokkur atkvæði af Sjálfstæðisflokknum hefði jafnaðarmaðurinn getað skotist til Samfylkingar og stjórnin fallið. Framsóknarflokkurinn lifir enn á landsbyggðinni. Í Reykjavík er hann liðinn undir lok og Siv rétt svo hafði það á lokasprettinum í Kraganum.

Sjálfstæðisflokkurinn er einum of sterkur. Það er vissulega ósanngjarnt að honum sé aldrei refsað fyrir það sem miður fer í stjórnarsamstarfinu. Það liggur við að maður vorkenni Framsókn fyrir það óréttlæti.

Samfylkingin átti ágætis endasprett en hann var þó ekki eins mikill og leit út fyrir í fyrstu.

Vinstri-Grænir stóðu sig ágætlega en ég var pínku vonsvikinn með að þeir hafi ekki fengið meira. Ég er svolítið hræddur um að áróðursmeistarar stjórnarflokkana hafi virkað jafn vel við að draga niður fylgi VG með hræðsluáróðri eins og áróðursmeistarar stjórnarandstöðunnar fóru illa með Framsókn. Harkaleg barátta B og V hafði áhrif á þá báða. En Sjálfstæðisflokkurinn stendur allt af sér eins og venjulega.

Íslandshreyfingin tók kannski e-ð fylgi frá hægrimönnum en það hefur ekki verið mikið. Ég er hræddur um að hún hafi skemmt fyrir VG og hugsanlega gert það að verkum að stjórnin hélt velli. Sérstaklega í Reykjavík þar sem Í fékk hátt í 5% sem gagnaðist ekki neitt. Að mörgu leyti er ég sammála Ómari með það að 5% sé ósanngjarnlega hátt til að ná inn manni. Því stærri sem flokkurinn er því færri atkvæði þarf hann fyrir hvern þingmann sem kemst inn. Það er Sjálfstæðisflokknum í hag. 

Uppbótarþingmannakerfið er stórfurðulegt. Ég er ekki hissa að Mörður sé fúll að detta út meðan Steinunn Valdís og Ellert fljúga inn bæði í sínu kjördæmi.

En já nú er þetta bara búið og hvað gerist næst ? Ingibjörg Sólrún vill fara í ríkisstjórn og verða forsætisráðherra og hún á það svo sem alveg skilið. Ég myndi vilja sjá Vinstri-Græna þar inni en ég sé ekki minnihlutastjórn S og V gerast. Það eru draumórar. Sjálfstæðismenn vilja auðvitað halda í Framsókn svo þeir geti ráðið sem mestu og Framsókn situr áfram í súpunni næsta kjörtímabil. Vonandi sér B sóma sinn í að draga sig út úr ríkisstjórn. Þá neyðist D að ræða við annaðhvort S eða V og það gætu orðið áhugaverðar umræður. Það væri nú fyndið ef Ögmundur og Sigurður Kári enduðu saman í stjórnarsamstarfi svo maður taki dæmi um ólík sjónarmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband