9.5.2007 | 14:12
Ekki aftur !
Ef þessi könnun segir eitthvað til um úrslit kosninganna þá fallast mér hendur. Hvað sem mönnum finnst um ríkisstjórnina, stjórnarandstöðuna etc. þá er þetta hálfgerður dauðadómur yfir íslenskri pólítík. Allt kjörtímabilið heyrast óánægjuraddir, fólk vill breytingar, Framsóknarflokkurinn virðist vera í dauðateygjunum og svo með sniðugri auglýsingamennsku og hræðsluáróðri af ýmsu tagi (ekkert stopp slagorðið virðist virka því miður og ummæli / neyðarbón Valgerðar um örlög stjórnarstarfsamsins sömuleiðis) þá fær Framsóknarflokkurinn enn aftur byr undir seglin og niðurstaðan verður - ekkert breytist. Same old same old. Ekkert nýtt, ekkert spennandi. Og án efa eftir nokkra mánuði byrja sömu óánægjuraddirnar, fylgið hrynur af Framsókn aftur, svo eftir 3 ár fyrir næstu sveitastjórnarkosningar sleppur Framsókn aftur með skrekkinn og líka í næstu alþingiskosningum með sniðugum auglýsingaáróðri. Þeir mega eiga það, þeir kunna að láta á sér bera !
Ef að Samfylking og VG lenda aftur í stjórnarandstöðu þá vorkenni ég þeim mjög sem og áhugamönnum um íslenska pólítík.
Af hverju gerist aldrei neitt óvænt í íslenskum stjórnmálum ?
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri Sigurðsson
Tenglar
Góðir tenglar
Ég
Aðrar síður
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála!! mér féllust hendur þegar ég kom úr mat og forsíðan á mbl.is var svona... Ég held að þetta standist ekki. En ef svo ólíklega vildi til að þetta væri niðurstað þá eru kjósendur fljótir að gleyma öllum axarsköftunum hjá framsókn
Jóhann (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:18
Það er þess virði að athuga að þetta er bara byggt á skoðunum um 580 manns (1048 * 0,641 * 0,866) og á kjörskrá eru yfir 200.000.
gummih (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.