Augliti til auglitis við örn

Þetta eru slæm tíðindi, sérstaklega eftir undanfarin góð varpár. Það munar um hvert par og 10 pörum minna en venjulega er hálfgert hrun. Vonandi er þetta bara eitt slæmt ár og arnarvarpið nær sér aftur á strik.

Haförninn er tvímælalaust einn tignarlegasti varpfugl Íslands. Að sjá haförn á flugi er glæsileg sjón. Eitt eftirminnilegasta augnablik sem ég hef upplifað var þegar ég sat í 5 m fjarlægð frá arnarhreiðri á Löngufjörum fyrir allmörgum árum. Arnarparið var orðið vant dálítilli umferð fólks við hreiðrið enda mikill hestamannastraumur þar framhjá á sumrin. Þess vegna hafði fengist leyfi um að fara mjög nálægt hreiðrinu og foreldrarnir virtust ekki kippa sér mikið upp við það. Það var ótrúlegt að sitja augliti til auglitis við arnarungann, sem var í senn lufsulegur með restina af ungadúninum hangandi utan á, og tignarlegur með skörp augun og hvassan gogginn.


mbl.is Illa lítur út með arnarvarp nú í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sá örn núna um daginn í Bitrufirði á Ströndum. Hann var flennistór og sat á kletti við veginn. Ég snarhemlaði og ætlaði að skoða hann betur, en hann hefur stygðst við lætin í mér og var floginn í burtu þegar ég kom út úr bílnum.

Theódór Norðkvist, 7.5.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband