30.4.2007 | 16:51
Sagan um moonstykkið
Moonstykki er ákveðin gerð af sætabrauði sem fyrirfinnst í mörgum bakaríum hérlendis. Það er afar bragðgott og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og fleirum. Í gamla daga (lesist: fyrir ca 7 árum) voru moonstykkin yfirleitt vel stór, sumsstaðar á við snúð að stærð, en amk helmingi stærra í sniðum en t.d. gamaldags kanilsnúður (þessi harði) eða sérbakaða vínarbrauðið. Verðið á slíku moonstykki var um 100 kr, mismikið eftir bakaríum. Í dag færðu ekki moonstykki né neitt annað vínarbrauðskyns undir 150 kr og sums staðar er verðið komið hátt í (eða jafnvel yfir) 200 kr. Ekki nóg með það !! Samhliða róttækri verðhækkun hefur stærð moonstykkisins farið hratt minnkandi, bæði að þykkt, þvermáli o.s.f.v. Er það í mörgum bakaríum í dag ekki stærra en rúnstykki og mun þynnra. Það sama á við um mörg önnur bakkelsi þar á meðal hinn klassíska snúð, vínarbrauð, kleinuhringi, tebollur, marsipanstykki sem og ósæt fyrirbæri eins og pizzasnúða, ostaslaufur og jafnvel rúnstykki. Semsagt verðið eykst en skammturinn minnkar. Er þetta eðlileg þróun ? Það sér hver heilvita maður að hér tapar einungis einn og það er viðskiptavinurinn.
Það kemur því ekki á óvart að bakaríin bætast í hóp þeirra fjölmörgu matsölufyrirtækja sem ekki hafa staðið sig við verðlækkanir í kjölfar virðisaukaskattslækkunarinnar (langt orð !). Sérstaklega kemur mér ekki á óvart að sjá þar nefnt Cafe Konditori Copenhagen sem er ein sú hin mesta okurbúlla sem sögur fara af og eru þó margar okurbúllur hérlendis. Í þau fáu skipti sem ég fer þangað (því jú vissulega er bakkelsið þar ljúffengt) blöskrar mér svo verðið að ég sýp hveljur og tek andköf eins og versti nirfill. Napóleónshattur á yfir 250 !!! (tek fram að þetta er gisk, endilega leiðréttið mig ef hann reynist ódýrari, efast þó um það). Þetta er skandall !!
Verðlækkun í bakaríum fylgdi ekki lækkun á virðisaukaskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri Sigurðsson
Tenglar
Góðir tenglar
Ég
Aðrar síður
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1425
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.