29.4.2007 | 22:55
Eitt skref til hægri og tvö til vinstri..
Skoðanakannanirnar tröllríða nú fjölmiðlum þessa dagana. Ný könnum á hverjum degi sýnir fylgi flokkana færast nokkur prósent niður eða nokkur prósent upp í hinum og þessum kjördæmum og það er ómögulegt að vita hvert stefnir. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn á blússandi siglingu, á morgun er hann að dala. Í gær var Framsókn í vörn, í dag er hún í sókn. Samfylkingin var heillum horfin, svo á hraðri uppleið, svo stendur hún í stað. VG voru með himinhátt fylgi, svo fór það niður, svo upp, svo niður. Maður verður alveg ruglaður á þessu. Og hvað segja svo allar þessar skoðanakannanir ? Þær segja að barátta flokkana er langt frá því að vera búin og að ómögulegt er að spá fyrir því hver úrslit kosninganna verða. Eitt er ljóst. Þetta verða spennandi kosningar. Ríisstjórnin gæti fallið og hún gæti haldið naumlega.
Skoðanakannanir taka mikinn tíma af heildarkosningaumræðunni. Fulltrúar flokkana þurfa að tjá sig um hverja einustu könnun, jafnvel þótt tölurnar gætu verið allt aðrar á næsta degi. Mér finnst full mikill tími fara í að ræða þessar skoðanakannanir. Meiri tími á að fara í málefnin því það eru jú þau sem kosningarnar eiga að snúast um. Stefna flokkana þarf að berast betur í fjölmiðlana.
Það sem væri þó sniðugast væri að nýta þetta skoðanakannanabrjálæði með því að kanna skoðanir fólks á málefnunum, ekki bara flokkunum. Hvað vilja Íslendingar sjá gerast ? Hverju vilja þeir breyta ? Hvað finnst þeim um heilbrigðiskerfið, menntamálin, jafnréttismálin, efnahagsmálin, umhverfismálin ? Hvers vegna er engin könnun um það ?
Sjálfstæðismenn og VG bæta við sig mönnum í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri Sigurðsson
Tenglar
Góðir tenglar
Ég
Aðrar síður
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.