Airwaves 2007

Það er mikil synd að sjá fram á það að missa af Airwaves í haust. Hef farið síðustu 2 skipti og haft mikið gaman af. En þegar maður flytur úr landi þá missir maður af skemmtilegum viðburðum. Er ennþá að jafna mig yfir því að hafa misst af The Shins á Airwaves 2004 þegar ég bjó í Bretlandi. en ég get nú ekki kvartað því að á fáum stöðum er eins mikið tónleikaframboð og í New York en þangað flyt ég einmitt í ágúst og get ekki beðið.

Ég á góðar minningar frá þeim Airwaves hátíðum sem ég hef sótt. Margir frábærir tónleikar og skemmtilegar kvöldstundir. Ég var reyndar veikur fyrri hluta 2005 hátíðarinnar og var það mikið svekkelsi en ég missti þó ekki af frábærum tónleikum Architecture in Helsinki og Ratatat að ógleymdum Gus Gus.

Ég gat mætt á öll kvöldin á síðustu hátíð og þar stóðu tónleikar með Metric, Love is All, The Go! Team og Jens Lekman upp úr en ég lagði ekki í að fara á Gaukinn og sjá Wolf Parade því ég vissi að kösin myndi vera yfirþyrmandi.

Í sumar fer ég svo á Hróarskeldu í fyrsta skipti, ótrúlegt en satt, og gæti ég ekki verið spenntari. Ég hlakka sérstaklega til að sjá The Arcade Fire og bíð spenntur eftir að fleiri nöfn bætist á listann. Það er talað um Wilco, það væri magnað ef sá orðrómur er á rökum reistur.


mbl.is Bloc Party á Iceland Airwaves 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Sigurðsson

Höfundur

Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson
Líffræðingur og kennari á leið til New York.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband